Hér rís glænýtt þorp mitt í rótgrónu umhverfi, vinalegt samfélag í hjarta Kópavogs. Skoðaðu vefinn og veldu þitt draumaheimili.
Í göngu- og hjólafæri eru allar nauðsynjar, hvort sem um er að ræða skóla, verslanir, heilbrigðisþjónustu, íþróttamannvirki, veitingastaði eða útivistar- og tómstundarsvæði.
Allar lengri ferðir innan höfuðborgarsvæðisins eru með þægilegasta móti, almenningssamgöngur afar öflugar, Reykjavík handan hæðarinnar og Garðabær, Hafnarfjörður, Heiðmörk og Elliðavatn við garðshornið.
Smelltu á punktana til að fá upplýsingar um þjónustu, verslun, skóla, íþróttasvæði og margt fleira. Hér er nefnilega allt til alls.
Útlit húsa og almenningssvæða er úthugsað, íbúðirnar sérlega bjartar og rúmgóðar og áhersla lögð á lífsgæði og þægindi.
Notaðu músina eða fingurinn til að horfa í kringum þig eða þysja inn og út. Smelltu á táknin í umhverfinu til að hoppa milli staða eða til að fá frekari upplýsingar.
Uppbygging Glaðheima er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og 8 byggingarfyrirtækja sem öll róa að sama markinu. Samvinna sem þessi hefur í för með sér ótvíræða kosti, einkum og sér í lagi þegar yfirsýnin er jafn góð og raun ber vitni. Sameiginleg reynsla og heilbrigð samkeppni á sæmdarlegum grundvelli skilar sér í aðdáunarverðum árangri og óskertum gæðum hugmynda og mannvirkja.